Einar Scheving er einn eftirsóttasti trommu- og slagverksleikari landsins, enda hefur hann starfað með flestum fremstu tónlistarmönnum landsins og það þvert á tónlistarstíla, þ.m.t. jazz, pop, latin og samtímatónlist. Einar er einnig margverðlaunaður tónhöfundur og hefur hann gefið út fjórar plötur í eigin nafni. Hann hefur margoft verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna og hreppt þau fjórum sinnum, ýmist fyrir plöturnar eða sem tónhöfundur. Einar starfar sem kennari við Menntaskóla í tónlist og við Tónlistarskóla FÍH.