/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Daniel Angermayr

/

Daniel Angermayr gerði leikmynd fyrir Ást og upplýsingar í Þjóðleikhúsinu.

Daniel Angermayr er frá Austurríki og lauk námi í leikmyndahönnun fyrir leikhús og kvikmyndir við Universität für angewandte Kunst Wien 2001. Hann hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir ýmis leikhús og óperuhús, m.a. Volksbühne Berlin, Bayerische Staatsoper München, Semperoper Dresden, Staatstheater Stuttgart, Bayreuther Festspiele, Þjóðleikhúsið í Osló, Schauspielhaus Bochum og Schauspiel Frankfurt. Hann vann leikmyndir fyrir Christoph Schlingensief, m.a. fyrir Parsifal á Bayreuth-hátíðinni 2004-2007. Meðal leikstjóra sem hann starfar með nú eru Þorleifur Örn Arnarsson, Fanny Brunner, Hermann Schmidt-Rahmer og Manuel Schmitt. Hann hefur jafnframt haldið ljósmyndasýningar í Vínarborg, Hamburg og Vöcklabruck.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími