/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Daniel Angermayr

/

Daniel Angermayr gerir leikmynd fyrir Ást og upplýsingar og Án titils í Þjóðleikhúsinu.

Daniel Angermayr er frá Austurríki og lauk námi í leikmyndahönnun fyrir leikhús og kvikmyndir við Universität für angewandte Kunst Wien árið 2001. Hann hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir leikhús og óperuhús í Vínarborg, Berlín, Munchen, Dresden, Stuttgart, Bayreuth, Osló, Bochum, Frankfurt, Mannheim og víðar. Hann vann meðal annars leikmyndir fyrir Christoph Schlingensief (m.a. fyrir Parsifal á Bayreuthhátíðinni frá 2004 til 2007). Meðal leikstjóra sem hann starfar með um þessar mundir eru Þorleifur Örn Arnarsson, Fanny Brunner, Hermann Schmidt-Rahmer og Manuel Schmitt.

Daniel hefur jafnframt haldið ljósmyndasýningar í Museum moderner Kunst Wien, Künstlerhaus Wien, Galerie Öl-Früh Hamburg, Galerie Thiele Linz og Galerie der Stadt Vöcklabruck.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími