/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Höfundur
/

Ástbjörg Rut útskrifaðist sem táknmálstúlkur 2004 og sviðshöfundur 2009. Frá útskrift úr LHÍ hefur hún sérhæft sig í að táknmálstúlka leiksýningar og tónlistarviðburði og tengja táknmál og leiklist með ýmsum öðrum hætti. Að auki hefur hún starfað mikið við leiklistarkennslu, gert leikgerðir og skrifað leikrit og komið fram við ólík tækifæri. Meðal sýninga sem hún hefur táknmálstúlkað eru Góðan daginn faggi, Ronja Ræningjadóttir, Skilaboðaskjóðan, Vísindasýning Villa, Hamlet litli, Kenneth Máni og Jesú litli.

Ástbjörg Rut er ein af stofnendum O.N. sviðslistahóps, en fer einnig fyrir táknmálstúlkahópnum Hröðum höndum og er meðlimur í Burlesque hópnum Sóðabrók.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími