Aníta starfar sem aðstoðamaður leikstjóra við Nokkur augnablik um nótt.
Aníta Ísey útskrifaðist með BA gráðu sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og Meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor.
Aníta hefur komið að störfum í Þjóðleikhúsinu áður sem aðstoðarmaður leikstjóra en þá fyrir Benedikt Erlingsson á verkinu Súper-þar sem kjöt snýst um fólk sem var sýnt í Kassanum árið 2019. Hún stóð svo vaktina sem sýningarstjóri á því verki inni á milli meðan á sýningum stóð. Hún hefur einnig dansað, samið, kennt og sviðsett fjölda verka í gegnum tíðina þá aðalega fyrir Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Auk þess hefur hún unnið náið með listakonunni Helenu Jónsdóttur þá helst að hreyfimyndahátíðinni “Physical Cinema Festival” en Aníta er verkefnastjóri og vefsíðustjóri þeirrar hátíðar. Frumraun Anítu í leikritun var fyrir jólin 2021 þegar hún samdi, leikstýrði og sviðsetti barnaleiksýningunna Jólatöfrar í Litla-Garði inni á Akureyri. Páskana 2022 leikstýrði hún svo og sviðsetti tónleika sýninguna Hárið á vegum Rún viðburða í Hofi inni á Akureyri.