List án landamæra

List án landamæra

Leikhúsveisla og afhending Múrbrjótsins á stóra svið Þjóðleikhússins 3. desember, alþjóðadegi fatlaðra.
Dags
Sun. 3. des
Lengd
Um 2 klst

Þjóðleikhúsið býður listamenn Listar án landamæra velkomna á Stóra sviðið

List án landamæra fagnar 20 ára afmæli sínu núna í ár og hefur hátíðin lagt undir sig árið með fjölbreyttri menningardagskrá, þar sem hver listasýningin og listviðburðurinn rekur annan. Það er við hæfi að þessi glæsilegi viðburður sé haldinn í Þjóðleikhúsinu þar sem List án landamæra var sett með formlegum hætti árið 2003 á Evrópuári fatlaðra í Þjóðleikhúsinu á leikverki Guðrúnar Helgadóttur, Jóni Oddi og Jóni Bjarna, þar sem einn af leikurunum í sýningunni afhenti höfundi blómvönd, en þessi leikkona lék Selmu sem var með Downs heilkenni.

Kynnar verða þau Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Hallgrímur Ólafsson

Brjótum niður múra í samfélaginu

 

Landssamtökin Þroskahjálp, sem er eitt að aðildarfélögum Listar án landamæra,hafa óslitið frá árinu 1993 haldið upp á þennan dag með því að veita Múrbrjóta þeim aðilum sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og þannig sýnt mikilvægt frumkvæði og framtak við að brjóta niður múra í samfélaginu og viðhorfum fólks sem hindra að fatlað fólki fái þau tækifæri sem það á að njóta til jafns við aðra.

 

Fjölleikhúsið

 

Fjölleikhúsið er sprottið upp úr leiklistarnámskeiðum á vegum Fjölmenntar. Eftir að góður kjarni nemenda hafði sótt námskeiðið í mörg ár, fundu þau að þau vildu geta gert meira í leiklist en einungis að sækja námskeið. Eftir miklar umræður og fundi varð úr að stofna Fjörleikhúsið. Leikhúsinu er ætlað að vera vettvangur þátttakenda til að iðka list sína, efla sig og þjálfast í listgreininni. Þar eiga þátttakendur að geta skemmta sér og áhorfendum og fengið útrás fyrir leikhúsbakteríuna margfrægu. Verkin eru unnin sem samvinnuverkefni leikstjóra og leikhópsins. Spuni er gjarnan notaður sem leið til að vinna handrit og allir hafa möguleika á að koma með tillögur að umfjöllunarefni, þema, persónum og framsetningu. Verkið sem flutt er á hátíðinni heitir „Taxi“

 

Tjarnarleikhópurinn

 

Félagar í Tjarnarleikhópi hafa flest starfað saman að leiklist allt frá því þau stunduðu saman nám í Borgarholtsskóla á sérnámsbraut, eða í rúm 25 ár. Að námi loknu stofnuðu þau með leiklistarkennara sínum, Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur leikhóp og skömmu síðar bættist Guðný María Jónsdóttir við sem kennari. Flosi Jón Ófeigsson starfar einnig sem kennari við hópinn. Hópurinn fékk fljótlega skjól og vinnuaðstöðu í IÐNÓ, hefur starfað þar æ síðan og tók sér nafnið Tjarnarleikhópur. Markmið hópsins var að halda áfram að skemmta sér og læra gegnum leiklist og í leiðinni semja og spinna sýningar. Efnistök verka hafa verið allt frá försum upp í verk með samfélagsádeilu. Tjarnarleikarar fagna því tækifæri að fá að taka þátt í samsýningu sem þessari og sýna brot úr þremur verkum, tveimur frumsömdum og einu sem fengið hefur verið að láni hjá Ólafi Hauki Símonarsyni.

 

  • List án landamæra

  • Landssamtökin Þroskahjálp

  • Fjölleikhúsið

  • Tjarnarleikhópurinn

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími