Lára Jóhanna leikur Víólu de Lesseps í Shakespeare verður ástfanginn og Önnu tímaferðalang í Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.
Lára Jóhanna útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum verkum, bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu.
Í Þjóðleikhúsinu hefur Lára Jóhanna leikið í Þínu eigin leikriti I – Goðsögu, Ég heiti Guðrún, Loddaranum, Óvini fólksins, Efa, Horft frá brúnni, Góðu fólki, Húsinu og Álfahöllinni. Hún lék hér Maríönnu í Í hjarta Hróa hattar, Stellu í Sporvagninum Girnd og Elí í Hleyptu þeim rétta inn.
Hún lék í ýmsum sýningum í Borgarleikhúsinu, meðal annars Gauragangi, Enron, Ofviðrinu og Eldhafi. Hún lék Dóróteu í Galdrakarlinum í Oz.
Lára lék í kvikmyndunum Lof mér að falla, Undir trénu, Roklandi og dönsku bíómyndinni Valhalla og í sjónvarpsþáttunum Ófærð 2, Flateyjargátunni og Heimsendi.
Lára Jóhanna var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Sporvagninum Girnd. Hún var tilnefnd til Eddunnar fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lof mér að falla.