bujność traw

Wiosenna bujność traw

Wiosenna bujność traw

Gestaleikur frá Póllandi

Samstarfsleikhús Þjóðleikhússins í Póllandi, Stefan Żeromski leikhúsið, færir okkur eina af sínum mögnuðustu leiksýningum, Wiosenna bujność traw (Gróskan í grasinu).

Gestaleikurinn er hluti af viðamiklu listrænu samstarfi Þjóðleikhússins og Stefan Żeromski leikhússins í Kielce í Póllandi.

Wiosenna bujność traw er einstaklega áhrifamikil sýning sem hefur hlotið mikið lof, og fjallar um ástina í ýmsum myndum, óendurgoldna ást, fyrstu ástina, ástarþrána… Sýningin er innblásin af Splendor in the Grass, sígildri kvikmynd eftir Elia Kazan, en titillinn er fenginn úr ljóði eftir
William Wordsworth.

Leikið verður á pólsku, en sýningin verður textuð.

Listrænir aðstandendur

Leikstjórn og handrit: Michał Siegoczyński

Leikmynd og búningar: Katarzyna Sankowska
Tónlist: Kamil Pater
Lýsing: Jędrzej Jęcikowski
Sviðshreyfingar: Alisa Makarenko
Myndband: Krzysztof Prełat
Ljósmyndir: Krzysztof Bieliński

Leikarar: Anna Antoniewicz, Dagna Dywicka, Ewelina Gronowska, Joanna Kasperek, Beata Wojciechowska, Wiktoria Wolańska, Mateusz Bernacik, Andrzej Cempura, Przemysław Chojęta, Jakub Golla, Wojciech Niemczyk, Andrzej Plata, Dawid Żłobiński.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími