Vertu úlfur

Vertu úlfur

Sýning ársins 2021 – sem allir verða að sjá!
Svið
Stóra sviðið
Frumsýnt
22. jan, ’21
Leikstjórn
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Lengd
1.40 ekkert hlé

Þriðja leikárið hafið

Sýningin Vertu úlfur hefur hreyft rækilega við áhorfendum og nú verið sýnd fyrir fullu húsi tvö leikár í röð. Sýningin hlaut sjö Grímuverðlaun: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, lýsing ársins og hljóðmynd ársins. Titillag sýningarinnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki. Hundruðustu sýningu verksins verður fagnað nú í haust.

Byggt á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar

Sýningin hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu. Verkið er byggt á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Héðinn Unnsteinsson hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Hlaðvarpsviðtal við Héðinn Unnsteinsson

Hrafnhildur Hagalín listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins, ræddi við Héðin Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðing í forsætisráðuneytinu og formann Geðhjálpar um sviðsverkið Vertu úlfur, byggt á samnefndri bók hans, um skepnuna í manninum, ofurnæmi, geðheilbrigðismál og úlfinn sem hefur aðeins eina útgönguleið úr greni sínu… Vertu úlfur, einleikur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur leikstjóra, frumsýndur 22. janúar á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  Leikari: Björn Thors.

Leiksýningin Vertu úlfur er fágæt listræn upplifun sem gengur rakleiðis inn að kviku. G-vítamínið mitt í dag er „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu“ – enda er þetta einfalt: Sjáið þessa sýningu!

SA, TMM
Fjórir framúrskarandi tónlistamenn

Höfundur tónlistar í sýningunni er Valgeir Sigurðsson en auk þess semja Emilíana Torrini, í samvinnu við Markétu Irglová, og Prins Póló lög fyrir sýninguna, innblásin af efninu. Segja má að lögin endurspegli ólíkar hliðar geðhvarfa. Lag Emilíönu fangar hinar dekkri og viðkvæmari hliðar á meðan lag Prinsins endurspeglar oflætið. Þetta er í fyrsta sinn sem Emilíana Torrini semur lag á íslensku og texti hennar er einnig notaður í lagi Prins Póló.

 

Titillag sýningarinnar, eftir Emilíönu og Markétu, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 í opnum flokki.

 

 

“Aldrei hefur verið ríkari þörf fyrir umræðu um geðheilbrigðismál en einmitt núna. Þetta er saga af baráttu, vakningu og upprisu sem við verðum öll að heyra!”

Unnur Ösp Stefánsdóttir
Vertu úlfur – titillag

Texti: Emilíana Torrini

Ég berst einn í þessu stríði
það breytir ekkert því að sól vermir heiði
og kirkjubjöllur hringja á sunnudegi
og fá mig til að stoppa
eitt augnablik í friði

Vökvaðu mig
Mig þyrstir í tærleikann
að ég fái að líða í mjúkum straumi
eins og pilsfaldur í sumargolu

Ég vil vakna þakinn dögg
sem hleypir sólargulli í stein
sem situr þungur í maga mér sem fastast
ljósið fær hann til að kristallast
og endurspeglar hlýju um mig allan
Inn í fingurgóma
Þér vil ég þjóna

En kötturinn vill inn
og klórar í gluggakarma
og karmað vinnur alltaf allt og alla

Af hverju býr hjartað ekki í höfuðkúpu
og heilinn hvílist við sefandi lungu?
Þá myndi rigna yfir heilann ástarhjúpur
og kæla þetta sviðna hugarangur
Ég vil að þú vitir
að hefði ég haft vitið
Hefði ég dansað við þig bara

Ég hringsólast í töfrum og skuggasælu
þar til ég veltist um í tjöru
og hvítum fjöðrum
og mér heyrist eitthvert greyið vera að öskra
en öskrin hljóma ó svo kunnuglega
Vatnið sýnir spegilmynd mína
og andlit mitt það virðist vera að rifna

Og kötturinn vill inn
og klórar í gluggakarma
og karmað vinnur alltaf allt og alla

Af hverju býr hjartað ekki í höfuðkúpu
og heilinn hvílist við sefandi lungu?
Þá myndi rigna yfir heilann ástarhjúpur
og kæla þetta sviðna hugarangur
Ég vil að þú vitir
að hefði ég haft vitið
hefði ég dansað við þig bara

 

Texti Emilíönu Torrini er bæði notaður í lagi hennar og Markétu Irglová “Vertu úlfur – titillag” og lagi Prins Póló “Kötturinn vill inn”, sem samin voru fyrir leiksýningu Þjóðleikhússins Vertu úlfur.

Leikari

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn og leikgerð
Leikmynd og myndbandshönnun
Vertu úlfur – titillag
Kötturinn vill inn (titillag II)
Textahöfundur (Vertu úlfur – titillag og Kötturinn vill inn)

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn
Keyrslusýningarstjórn
Yfirumsjón á sviði
Leikmunadeild, yfirumsjón sýningar
Leikmunaumsjón
Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu
Tæknilegar útfærslur leikmyndar
Leikgervadeild, yfirumsjón sýningar
Búningadeild, yfirumsjón sýningar
Ljósmyndir

Um tónlistina:
Tónlist í sýningunni er eftir Valgeir Sigurðsson. Flytjendur: Einar Scheving, Francesco Fabris og Valgeir Sigurðsson. Upptökur: Valgeir Sigurðsson, ásamt Philipp Rumsch, í Gróðurhúsinu.

Vertu úlfur – Titillag er eftir Emilíönu Torrini og Markétu Irglová. Texti: Emilíana Torrini. Flytjendur: Emilíana Torrini (söngur), Markéta Irglová (píanó), Valgeir Sigurðsson (rafhljóð, syntabassi, forritun), Sturla Mio Þórisson (forritun). Upptaka og hljóðblöndun: Sturla Mio Þórisson – Masterkey Studios og Valgeir Sigurðsson – Gróðurhúsið

Lagið Kötturinn vill inn er eftir Prins Póló. Texti: Emilíana Torrini. Flytjandi: Prins Póló (söngur og hljóðfæraleikur). Upptaka og hljóðblöndun: Prins Póló – Hallarkjallarinn og Valgeir Sigurðsson – Gróðurhúsið.

Í sýningunni eru einnig leikin brot úr lögum úr ýmsum áttum, Níundu sinfóníunni eftir Ludwig van Beethoven, Í fjarlægð eftir Karl Ottó Runólfsson / Valdimar Hólm Hallstað í flutningi Stefán Islandi, Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda Kaldalóns / Höllu Eyjólfsdóttur í flutningi Stefán Islandi, Loose Yourself – Eminem, Shape of my Heart – Sting, Viva La Vida – Coldplay og The Poet Acts eftir Philip Glass úr kvikmyndinni The Hours.

Hljómplata með tónlist úr sýningunni, titillögum hennar og Lífsorðunum 14 er gefin út í 39 eintökum. Allur ágóði rennur til Geðhjálpar.

Ljósmyndir á plötuumslagi:

Þunglyndi: Börkur Sigþórsson

Manía: Jorri / Listrænn hópur Vertu úlfur

Tónlistarmyndband:

Danshöfundur: Conor Doyle. Kvikmyndataka: Árni Filippus.

Lífsorðin 14:

Höfundur: Héðinn Unnsteinsson, með aðstoð frá dr. Þórdísi Rúnarsdóttur sálfræðingi og Sigtryggi Magnasyni rithöfundi

Sérstakar þakkir:

Héðinn Unnsteinsson

Ari Sigvaldason, Benedikt Erlingsson, Bergsteinn Jónsson, Björg Ragnheiður Vignisdóttir, Einar Örn Sigurdórsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Eygló Lind Egilsdóttir, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Ilmur Stefánsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ragnhildur Bjarkardóttir, Símon Sigvaldason, Stefán Baldursson, Styrmir Gunnarsson, Una Þorleifsdóttir, Þorleifur Örn Arnarson, Þór Þorsteinsson, Þóra Karítas Árnadóttir, Þórunn Sigurðardóttir

AÐVÖRUN FYRIR VIÐKVÆMA

Vinsamlega athugið að í sýningunni eru notuð blikkljós og reykur.

Texti
Vertu úlfur, titillag – texti
Vertu úlfur, titillag – texti

Ég berst einn í þessu stríði
það breytir ekkert því að sól vermir heiði
og kirkjubjöllur hringja á sunnudegi
og fá mig til að stoppa
eitt augnablik í friði

Vökvaðu mig
Mig þyrstir í tærleikann
að ég fái að líða í mjúkum straumi
eins og pilsfaldur í sumargolu

Ég vil vakna þakinn dögg
sem hleypir sólargulli í stein
sem situr þungur í maga mér sem fastast
ljósið fær hann til að kristallast
og endurspeglar hlýju um mig allan
Inn í fingurgóma
Þér vil ég þjóna

En kötturinn vill inn
og klórar í gluggakarma
og karmað vinnur alltaf allt og alla

Af hverju býr hjartað ekki í höfuðkúpu
og heilinn hvílist við sefandi lungu?
Þá myndi rigna yfir heilann ástarhjúpur
og kæla þetta sviðna hugarangur
Ég vil að þú vitir
að hefði ég haft vitið
Hefði ég dansað við þig bara

Ég hringsólast í töfrum og skuggasælu
þar til ég veltist um í tjöru
og hvítum fjöðrum
og mér heyrist eitthvert greyið vera að öskra
en öskrin hljóma ó svo kunnuglega
Vatnið sýnir spegilmynd mína
og andlit mitt það virðist vera að rifna

Og kötturinn vill inn
og klórar í gluggakarma
og karmað vinnur alltaf allt og alla

Af hverju býr hjartað ekki í höfuðkúpu
og heilinn hvílist við sefandi lungu?
Þá myndi rigna yfir heilann ástarhjúpur
og kæla þetta sviðna hugarangur
Ég vil að þú vitir
að hefði ég haft vitið
hefði ég dansað við þig bara

 

Texti Emilíönu Torrini er bæði notaður í lagi hennar og Markétu Irglová “Vertu úlfur – titillag” og lagi Prins Póló “Kötturinn vill inn”, sem samin voru fyrir leiksýningu Þjóðleikhússins Vertu úlfur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími