

Improv-Ísland
Allt getur gerst
Er hægt að deyja úr hlátri?
Improv Ísland hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í Þjóðleikhúskjallaranum frá því í febrúar 2016. Stór hluti áhorfenda kemur aftur og aftur því engin sýning er eins. Hver sýning á það þó sameiginlegt að vera frumsýning og lokasýning á brakandi fersku gríni sem verður til á staðnum.
Í leikhópnum eru rúmlega 20 spunaleikarar sem skiptast á að sýna ólík spunaform í hverri viku ásamt því að hópurinn fær til sín þjóðþekkta gesti.
Guðmundur Felixson er listrænn stjórnandi Improv Ísland.