Ellen B.

Ellen B.

Heimsfrumsýning á glænýjum þríleik eftir Mayenburg
Höfundur
Marius von Mayenburg
Leikstjóri
Benedict Andrews
Frumsýnt
26. desember 2022

Hvar nákvæmlega liggja þessi svokölluðu mörk?

Stórviðburður í evrópsku leikhúsi: Heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews, leikmynd og búningar eftir hina virtu Ninu Wetzel.

Spennuþrungið, eldfimt og einstaklega vel skrifað verk sem talar beint inn í samtíma okkar. Mögnuð leikaraveisla!

Eldfimt og einstaklega vel skrifað verk sem talar beint inn í samtíma okkar 

Astrid er menntaskólakennari á fimmtugsaldri. Hún býr með Klöru sem er smiður, fimmtán árum yngri en Astrid og fyrrum nemandi hennar. Þær hafa átt í ástarsambandi um árabil. Dag einn ber gest að garði, Wolfram, samkennara og yfirmann Astridar, sem kveðst þurfa að ræða við hana um alvarlegt mál. Heimsóknin snýst von bráðar upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Undir liggja ágengar spurningar um valdajafnvægi og trúnaðartraust í nánum samböndum, mörkin milli atvinnu og einkalífs, lygina og sannleikann – og ásakanir, hvort sem þær eru falskar eða sannar, eða málin flóknari en svo.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími