
Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu
Glæný leiksýning frá Complicité í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Hinn heimsþekkti leikhópur Complicité sýnir í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fleiri leiðandi leikhús í Evrópu glænýja sýningu sem byggð er á magnaðri bók eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tokarczuk. Complicité, sem hinn þekkti leikhúsmaður Simon McBurney leiðir, er einn virtasti leikhópur heims og sýningin, sem var frumsýnd í Bretlandi nýlega, hefur fengið frábærar viðtökur.

„einstaklega frumleg aðlögun … allt meistaralega samofið og magnað frá upphafi til enda“
The Guardian
Í litlu samfélagi í afskekktri sveit byrja menn að deyja við dularfullar kringumstæður. Janina, fyrrum kennari, stjörnuspekingur, umhverfisverndarsinni, dýravinur og ljóðaþýðandi, hefur sínar hugmyndir um það hvað búi að baki dauðsföllunum. Hún hefur fylgst náið með dýrunum og finnst þau hafa hagað sér undarlega undanfarið… Spennandi og fyndin saga sem kemur stöðugt á óvart, þar sem varpað er fram knýjandi spurningum um hvað felst í því að lifa í sátt og samlyndi við sköpunarverkið og hættuna sem stafar af því þegar við glötum tengslunum við náttúruna.

Framúrskarandi leikarar víðsvegar að taka þátt í sýningunni sem var þróuð víða um heim, m.a. í Þjóðleikhúsinu.
Leikið á ensku, sýnt með íslenskum og pólskum texta.
