Án titils

Án titils

Hvernig getum við unnið úr áföllum?
Leikstjórn
Þorleifur Örn Arnarson
Svið
Kassinn og Litla sviðið
Búðu þig undir alveg nýja leikhúsupplifun þar sem íslenskir og erlendir stórleikarar deila persónulegum sögum á leið úr skugganum og inn í ljósið

Þorleifur Örn Arnarsson og Jón Atli Jónasson skapa nýtt verk í samvinnu við leikhópinn þar sem efnið er sótt í álitamál og spurningar úr samtíma okkar. Hvernig förum við að því að skilgreina okkur sjálf og aðra, og hvers vegna höfum við svona ríka þörf fyrir það? Hvernig mótar þjóðerni okkar, saga og uppruni okkur? Hvað þýðir það að eiga móðurmál? Og síðast en ekki síst, hvernig tökumst við á við afleiðingar áfalla sem við verðum fyrir, eða aðrir í okkar nánasta umhverfi?

Nýtt og áleitið verk úr smiðju Þorleifs Arnar

Persónulegar sögur þátttakenda eru lagðar til grundvallar í þessu nýja verki. Leikarar og aðstandendur sýningarinnar koma úr ólíkum áttum, hafa fjölbreyttan bakgrunn, og við heyrum sögur úr fortíð og nútíð sem hafa sett mark sitt á samtímann. Sögur um fólk á flótta, áföll og ofsóknir, átök menningarheima, kynþáttahyggju, útskúfun, heilun og aðferðir til að lifa af – en líka um fótboltamót á KR-vellinum og grillkvöld í Hafnarfirðinum.

Þýska stórstjarnan Jördís Richter, sem búsett er á Íslandi, stígur á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn í þessari sýningu. Þorleifur Örn er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í leikhúsinu og hér heldur hann í spennandi leiðangur með afbragðs listamönnum, þar á meðal hinum virta austurríska leikmyndahönnuði Daniel Angermayr.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Leikstjóri og höfundur
Leikmynd og búningar
Hljóðhönnun
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími