/
Ormstunga lifnar við á leiksviði
Frumsýning á Stóra sviðinu 20. janúar 2026

Glænýr nýr geggjaður söngleikur sem byggir á sagnaarfinum

Í janúar 2026 frumsýnir Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu glænýjan íslenskan söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Sýningin verður mikið sjónarspil með kraftmikilli og fjörugri tónlist. Margir af reyndustu leikurum Þjóðleikhússins ásamt hópi yngri munu færa áhorfendum söguna stórkostlegu af Gunnlaugi, Hrafni og Helgu.

Það er Gísli Örn Garðarsson sem leikstýrir en söngleikinn skrifa þeir Hafsteinn Níelsson og Óliver Sveinsson.

Á meðal leikara í sýningunni verða Nafni Nafnsson, Nafni Nafnsson, Nafni Nafnsson, Nafni Nafnsson, Nafni Nafnsson, Nafni Nafnsson, Nafni Nafnsson.

Leikhúsið styður við lærdóminn með einstökum hætti

Uppsetningin á Orsmtungu gefur fágætt tækifæri til þess að glæða sögunámið lífi og kafa enn dýpra í eina af merkustu fornsögum okkar Íslendinga.

Ef þú óskar eftir því að fá senda kynningu /fræðslupakka þá getur þú skráð þig hér og fengið nánari upplýsingar sendar.

Skrá mig!

“Ekki er mark að draumum.”

Gunnlaugur Illugason, Hrafn Önundarsson og Helga (hin fagra) Þorsteinsdóttir standa andspænis örlögum sínum og draumum. Of lengi hafa örlögin verið að hrjá þau og fyrir framan áhorfendur fá þau núna loks að gera upp sína sögu.

Skáldið sem kvaddi sig sjálfan í val, skáldið sem sveik hann og heitkonu hans bað og konan sem fékk engu ráðið um það. Bræður sem berjast. Ást sem aldrei varð. Þið kannist við söguna en ekki við sannleikann. Nú munið þið heyra hann.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími