/
Opið hús á Menningarnótt
/
Opið hús á Menningarnótt

Fullt hús af fjöri á Menningarnótt.
Opið frá kl. 13 – 22!

Við verðum með galopið hús á Menningarnótt – fullt hús af fjöri.

  • Aðalpersónurnar úr stórsöngleiknum Frost verða á staðnum kl. 14-16 og tilvalið af smella af mynd!
  • Spunamarþon Improv Ísland verður á Stóra sviðinu fram á kvöld. Stanslaust stuð.
  • Í Þjóðleikhúskjallaranum verður sprúðlandi Óperumaraþon allan daginn í boði Sviðslistahópsins Óðs.
  • Kaffi, rjúkandi heitar vöfflur og alls konar veitingar á boðstólum.

Aðgangur að viðburðum dagsins er ókeypis. Sjá tímasetningar hér að neðan.

Við hlökkum til að sjá ykkur í Þjóðleikhúsinu!

Leikarar úr söngleiknum Frost
14.00-16.00

Persónurnar úr Frosti taka á móti gestum, spjalla og stilla sér upp í myndatökur með ungum og öldnum. Ekki láta þig vanta!
Spunamaraþon Improv Ísland
15.00-22.00

IMPROV Ísland með Spunamaraþon á Stóra sviðinu. Spunahópurinn vinsæli spinnur endalaust grín og glens á Stóra sviðinu.
Veitingar
13.00-22.00

Kaffihúsið opið, ilmandi vöfflur, rjúkandi kaffi og ýmsar veitingar. Kynningarrit nýs spennandi leikárs á boðstólum og starfsfólk kynnir það helsta sem verður á döfinni í vetur.
Óperuþrenna í Kjallaranum
13.00-15.00 Póst-Jón gamanópera um söngfugla og skrautfjaðrir

16.30-18.30 Don Pasquale, gamanópera um ást og öldrun

20.30-22.30
Ástardrykkurinn, gamanópera um ást og ölvun.
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími