/
Loftið

Leikhús á nýjum forsendum

Loftið er glænýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Þar koma listamenn í vinnustofur, standa fyrir smiðjum og þróa ný verk og hugmyndir.

Auglýst verður eftir þátttakendum í smiðjur, opnar vinnustofur og æfingar á Loftinu. Smiðjurnar eru sérstaklega ætlaðar ungu fólki á framhaldsskólaaldri, því að kostnaðarlausu.

Listrænn stjórnandi Loftsins:
Gréta Kristín Ómarsdóttir, loftid@leikhusid.is

Elefant: Íslandsklukkan

Leikhópurinn Elefant leiðir vinnustofu fyrir Þjóðleikhúsið í ársbyrjun 2021 þar sem hópurinn rannsakar stöðu fólks af erlendum uppruna innan íslenskrar menningar, tekst á við leikbókmenntirnar og hefðirnar. Leikhópinn Elefant skipa leikararnir Aldís Amah Hamilton, Davíð Þór Katrínarson, Jónmundur Grétarsson, María Thelma Smáradóttir og Þorsteinn Bachmann leikstjóri. Með þeim starfa Auður og Gagga Jónsdætur

Konserta

Leikhópinn Konserta skipa þau Jóhann Kristófer Stefánsson og Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Þau vinna og frumsýna nýtt, djarft sviðsverk fyrir ungt fólk sem hefur alist upp með snjallsíma í hendi. Verkið fjallar á nýstárlegan hátt um gapið á milli kynslóða, um kvíða, einmanaleika og hvað er hægt að segja þegar allt hefur þegar verið sagt.

Efni verksins verður meðal annars sótt í samtöl við ungt fólk og vinnusmiðjur. Eitt af markmiðum sýningarinnar er að sýna ungu fólki að leikhúsformið sé því viðkomandi með því að nýta frásagnaraðferð og fagurfræði snjallsímans í uppbyggingu leiksýningar. Uppsetningin er sett upp af Konserta í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.

Trúnó – smiðja

Dominique Gyða Sigrúnardóttir, leikkona og leikstjóri, og Sigga Dögg kynfræðingur hafa umsjón með skapandi smiðju með fólki á framhaldsskólaaldri, en þar verða viðfangsefnin tilvera ungs fólks og hugðarefni, og markmiðið er að miðla sögum og hæfileikum þess á eigin forsendum.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími