/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Uldis Ozols

/

Uldis Ozols er Döff, en ólst upp í Lettlandi og kann fjölda tungumála, til dæmis lettneskt og íslenskt táknmál, lettlensku, íslensku og ensku. Táknmál er móðurmál hans.

Hann útskrifaðist frá kennaraháskólanum í Ríga sem listkennari og sérkennari fyrir heyrnarlaus börn á grunnskólastigi. Uldis hefur mikla reynslu af því að vinna með heyrnarlausum börnum.

Hann fluttist hingað til Íslands árið 2007 og hefur unnið sem táknmálskennari og millitúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta allar götur síðan.

Uldis hefur haft gríðarlegan áhuga á listum og leikhúsi allt frá barnæsku. Hann kláraði eins árs nám frá listaháskólanum „Janaček Academy of Performing Arts“ – Theater faculty í Brno í Tékklandi 1998.

Í Lettlandi starfaði hann sem leikstjóri og verkefnastjóri leikhóps fyrir Döff grunnskólabörn og tók þátt í leikhópi Félags heyrnarlausra í Ríga í mörg ár.

Uldis hefur einnig komið fram sem táknmálssöngvari á jólatónleikum Baggalúts.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími