Tinna leikur í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.
Tinna er í 6. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ.
Hún hefur tekið þátt í sýningum hjá leikfélaginu Draumum frá fimm ára aldri, tekið þátt í sumarnámskeiði hjá Sönglist og æft dans hjá Dansskóla Birnu Björnsdóttur síðastliðin ár.
Meðfram leiklist og dansi æfir Tinna fimleika með Stjörnunni og stundar píanónám.