/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þórir Leó Kristjánsson

/

Þórir Leó leikur í Sem á himni í Þjóðleikhúsinu. Hann er í 8. bekk í Ölduselsskóla og hefur brennandi áhuga á leiklist, söng og dansi. Þórir Leó er á 2. ári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins og hefur sótt fjölbreytt námskeið í sviðslistum. Þórir hefur æft samkvæmisdans í fimm ár þar sem hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars staðið á efsta palli á Íslands- og Norðurlandamótum.

Þórir hefur tekið þátt í ýmsum í sjónvarpsverkefnum, m.a. Sögum verðlaunahátíð barnanna á KrakkaRÚV og sketsaþáttunum Kanarí. Á síðasta leikári dansaði Þórir og lék í sýningunni Ball hjá Íslenska dansflokknum, sem tilnefnd var sem sýning ársins á Grímunni, og verður aftur á fjölunum í haust.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími