/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigríður Vala Jóhannsdóttir

/

Sigríður Vala Jóhannsdóttir er sérfræðingur í samfélagsþátttöku og talsmaður menntamála heyrnarlausra. Hún lauk MA í Contemplative Education frá Naropa University og BA í samskiptafræðum frá Gallaudet University. Sigríður fór með hlutverk í „Það sem við gerum í einrúmi“ í Tjarnarbíói og hlaut fyrir það tilnefningu til Sprota ársins á Grímuverðlaununum 2019. Auk þess að vera fjöltyngd elskar hún að ferðast til að fræðast um önnur heyrnarlaus samfélög. Sigríður Vala er ein af stofnendum O.N. sviðslistahópsins sem setur upp Eyju í Þjóðleikhúsinu í vetur.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími