/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ragnhildur Gísladóttir

Tónhöfundur
/

Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist fyrir Umskipting í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Ragnhildur Gísladóttir er með BA gráðu í tónsmíðum frá tónlistardeid LHÍ 2008 og M.A. gráðu í tónsmíðum frá LHÍ 2012.

Ragnhildur hefur unnið við tónlist til margra ára og má nefna sem dæmi leikhústónlist (Skáldanótt, Bláa gullið, Nú skyldi ég hlæja, Eyrnastórir og annað fólk, Rauðu skórnir, Hin helgu vé, Svanir skilja ekki, Sími látins manns), kvikmyndatónlist (Veðramót, Stella í framboði, Naglinn, Hvítir mávar, Með allt á hreinu, Í takt við tímann, Þrettándinn, Áróra, Lost in Time og nú síðast heimildarmyndina Hækkum rána), sjónvarpsþáttastef (Trúnó og 1918), dansverk (Bræður, Eins og vatnið, Kárahnjúlkar), popptónlist (Ragga And The Jack Magic Orchestra, Human Body Orchestra, Tricky, 808 State, Rombigy, Grýlurnar, Stuðmenn), barnatónlist (Bergmál, Baby, Glámur og Skrámur, Píla Pína, Snælda og Snúðarnir, Gegnum holt og hæðir), Ragnhildur var með verk á Myrkum músíkdögum 2009, 2010, 2011 og á Norrænum músíkdögum 2012. Ragnhildur skrifaði tónlist við dansverkin Bræður á Listahátíð í Reykjavík 2010 og Eins og vatnið á Reykjavík Dance Festival 2010. Hún samdi og gaf út verkin The Dandelion Symphony (einleikur á túnfífil) og Chamber Music Piece for Studs (snittuteinn á rafbassa). Ragnhildur samdi fyrstu íslensku þorralögin svo vitað sé og gaf út á Spotify í jan 2021.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími