/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Margrét Einarsdóttir

Búningahöfundur
/

Búningahöfundur

Margrét Einarsdóttir er búningahönnuður sem hefur unnið við leikhús, íslenskar og erlendar kvikmyndir og sjónvarpsefni um árabil. Hún gerir búninga fyrir Upphaf í Þjóðleikhúsinu. Meðal nýlegra verkefna hennar í leikhúsi eru Er ég mamma mín í Borgarleikhúsinu og Sóley Rós ræstitæknir í Tjarnarbíói. Meðal kvikmynda og sjónvarpsefnis sem Margrét hefur unnið við eru Vonarstræti, Hrútar, Á annan veg, Undir trénu, Héraðið, Swoon, Valhalla, 22 July, Arctic og Lille sommerfugl. Margrét hlaut verðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar Guldbaggen fyrir Eld & Lågor árið 2019. Hún hefur þrívegis hlotið íslensku kvikmyndaverðlaunin Edduna, nú síðast fyrir Hrúta árið 2016.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími