/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kay Pollak

/

Kay Pollak er kvikmyndaleikstjóri, rithöfundur og fyrirlesari. Hann skrifaði handritið að söngleiknum Sem á himni ásamt eiginkonu sinni, Carin Pollak. Fyrsta kvikmynd hans var Elvis Elvis (1976). Árið 1981 hlaut hann sænsku kvikmyndaverðlaunin Gullbjölluna fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Barnens ö. Kvikmynd hans Älska mig (1986) var tilnefnd til Gullbjarnarins á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hann kaus þá að einbeita sér að ritstörfum og hefur sent frá sér tvær metsölubækur um sjálfseflingu, Att växa genom möten og Att välja glädje. Árið 2004 sneri Pollak sér aftur að kvikmyndagerð með kvikmyndinni Så som i Himmelen (Sem á himni) sem varð geysilega vinsæl í Svíþjóð, og tæplega ein og hálf milljón kvikmyndahúsagesta sáu. Myndin var jafnframt tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í flokki erlendra kvikmynda. Sýningarréttur á myndinni hefur verið seldur til 40 landa. Framhald kvikmyndarinnar, Så ock på Jorden, var frumsýnt árið 2015, en þar mátti sjá hvernig líf persónanna í kvikmyndinni hafði þróast.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími