/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Jón Ólafsson

Tónlistarstjóri
/

Jón Ólafsson er tónlistarstjóri í söngleiknum Sem á himni í Þjóðleikhúsinu.

Jón Ólafsson hefur stýrt tónlist í fjölda söngleikja og leiksýninga, m.a. Chicago, RENT, Súperstar, Litlu hryllingsbúðinni, Hárinu, Mamma Mia, Rocky Horror og Fólkinu í blokkinni. Hann samdi tónlistina í Gauragangi ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Jón hefur starfað sem upptökustjóri fyrir fjölda listamanna, m.a. Emilíönu Torrini, Nýdönsk, Megas, Ragnheiði Gröndal og Hildi Völu. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar og sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Sjónvarpsþættir hans, Af fingrum fram, nutu mikilla vinsælda og hlutu Edduverðlaun, og hefur hann um árabil stýrt samnefndri spjalltónleikaröð í Salnum. Hann skrifaði ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Söknuð.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími