Hjalti Rúnar Jónsson leikur í Umskiptingi og Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu.
Hjalti Rúnar útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2016.
Hann lék í Kabarett og Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar.
Hann hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum hjá sjálfstæðum leikhópum sem leikari og höfundur. Hann lék í Galdragáttinni og þjóðsögunni sem gleymdist eftir Umskiptinga. Hann lék einleikinn Þingeying! sem hann samdi með leikhópnum Halastjörnunni. Hann er einn af stofnmeðlimum leikhópsins Single Ensamble.
Hjalti Rúnar lék í ýmsum sýningum sem barn og unglingur, í Loftkastalanum, hjá Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, og í kvikmyndinni Ikingut.
Hjalti Rúnar var tilnefndur til Eddunnar fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Ikingut og var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í verkinu Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist.