/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Helga I. Stefánsdóttir

Búningahöfundur
/


Helga I. Stefánsdóttir er höfundur búninga í Útsendingu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Helga starfar við leikhús og kvikmyndir jöfnum höndum sem leikmynda- og/eða búningahöfundur.

Helga útskrifaðist frá leikmyndadeild L’Accademia di Belle Arti í Róm árið 1989.

Hér í Þjóðleikhúsinu gerði hún síðast búninga fyrir Heimkomuna, og samstarfsverkefnin Ofsa og Lúkas í leikstjórn Mörtu Nordal. Hún gerði leikmynd og búninga fyrir Pollock? í leikstjórn Hilmis Snæs. Hún gerði búninga fyrir Macbeth og Lé konung í leikstjórn Benedicts Andrews, Afmælisveisluna í leikstjórn Guðjóns Pedersens, Heimsljós í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar og Gerplu, Pétur Gaut, Ívanov, Þetta er allt að koma og RENT í leikstjórn Baltasars Kormáks. Af öðrum verkum má nefna Tvo tvöfalda, Tröllakirkjuna og Kirkjugarðsklúbbinn. Hún var leikmynda- og búningahöfundur í Þrettándakvöldi, Hálsfesti Helenu, Já, hamingjan, Komdu nær, Kaffi og Krabbasvölunum.

Helga gerði búninga fyrir Ofsa sem sýnt var í samvinnu við Aldrei óstelandi.

Meðal verkefna Helgu hjá Leikfélagi Reykjavíkur eru Beint í æð, Núna, Rautt, Beðið eftir Godot, Dauðasyndirnar, Gítarleikararnir, Carmen, HONK, Largo Desolato og Fló á skinni sem leikmynda- og búningahöfundur. Ennfremur Billy Elliot, Galdrakarlinn í Oz, Enron, Ófagra veröld, Amadeus, Púntila og Matti, Bláa herbergið, Horft frá brúnni og Ef ég væri gullfiskur sem búningahöfundur.

Helga hefur starfað við fjölmargar kvikmyndir. Meðal annars við Fyrir framan annað fólk sem búningahöfundur, en einnig við Djúpið, Mömmu Gógó, Brúðgumann, Last Winter, A Little Trip to Heaven, Niceland, Kaldaljós, Fálka, No Such Thing, Engla alheimssins, Sporlaust, Agnesi, Tár úr steini, Svo á jörðu sem á himni, og sjónvarpsmyndirnar Virus au Paradis og Djáknann. Hún var höfundur leikmyndar í kvikmyndinni Regína og sjónvarpsþáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir. Helga var yfirmaður búningadeildar kvikmyndanna Sense8, The Secret Life of Walter Mitty og Flags of Our Fathers.

Helga var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir Billy Elliot, Lúkas, Macbeth, Lé konung, Gerplu, Þrettándakvöld, Ívanov, Ófögru veröld, Pétur Gaut, Úlfhamssögu, Þetta er allt að koma og Púntila bónda og Matta vinnumann.

Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og Djúpið, og var tilnefnd fyrir Mömmu Gógó.

/
Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími