Gunnar S. Jóhannesson útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann leikur í Ástu, Jólaboðinu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður lék hann hér í eigin einleik, Ómari Orðabelg, og í Meistaranum og Margarítu og Útsendingu. Hann leikstýrði eigin stuttmynd, Babelsturninum. Áður en hann hóf nám í leiklist lék hann í leikritinu Heili Hjarta Typpi í Gaflaraleikhúsinu og fór með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Sönn íslensk sakamál.