Guðrún Vilmundardóttir lærði leikhúsfræði í París og Brussel. Hún var dramatúrg við Borgarleikhúsið 1999–2006, útgáfustjóri hjá Bjarti & Veröld 2006–2016 og hefur verið útgáfustjóri Benedikts bókaútgáfu frá 2016. Hún hefur þýtt fjölmörg skáldverk, þar á meðal bækur eftir Grégoire Delacourt, Philippe Claudel, Amélie Nothomb og Eric-Emmanuel Schmitt og leikrit eftir John Logan, Gabor Rassov og Söruh Kane. Hún þýddi Nashyrningana eftir Ionesco fyrir Þjóðleikhúsið.
Ljósmynd: Sigfús Már Pétursson