/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Eva Jáuregui

/

Eva Jáuregui leikur í Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Eva Jáuregui fæddist í Madríd, en flutti til Íslands árið 2020 og stundar nú nám við Langholtsskóla og Tónskóla Sigursveins. Hún er þrítyngd á íslensku, spænsku og ensku. Eva hefur sungið og leikið götubarn í óperunni Street Scene eftir Kurt Weill við Konunglegu óperuna (Teatro Real) í Madríd í leikstjórn John Fulljames en hljómveitarstjóri var Tim Murray. Hún lék og söng aðalhlutverkið í verkinu Como un juego de niños eftir Jorge Argüelles í leikstjórn Jonatan de Luis Mazagatos í Auditorio Nacional tónleikahúsinu í Madríd með barnakór, karlakór og sinfóníuhljómsveit undir stjórn Víctor Pablo Pérez. Hún hefur leikið á fiðlu frá leikskólaaldri, á píanó í nokkur ár og sungið með barnakórunum Pequeños Cantores de la JORCAM í Madríd og Graduale Futuri í Langholtskirkju. Eva hefur sótt leiklistarnámskeið á Íslandi og leikið í stuttmyndinni Norn eftir Maite Jáuregui.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími