/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Davíð Þór Jónsson

Tónhöfundur, Tónlistarmaður
/

Davíð Þór Jónsson píanóleikari og tónskáld hefur frá unga aldri leikið með allflestum þekktari tónlistarmönnum landsins og komið fram á tónlistarhátíðum víða um heim. Hann hefur verið afkastamikill sem hljóðfæraleikari á margvísleg hljóðfæri, píanóleikari, tónskáld, útsetjari og upptökumaður fyrir fjölda tónlistarmanna. Hann hefur unnið náið með sviðslistafólki og myndlistarmönnum, meðal annars með með Ragnari Kjartanssyni og leikhópnum CommonNonsense. Hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin, Grímuverðlaunin og ýmis evrópsk verðlaun fyrir kvikmyndatónlist. Hann sér um tónlist í Nashyrningunum.

 

Ýtarlegri upplýsingar um feril:

Davíð Þór Jónsson píanóleikari og tónskáld hefur frá unga aldri leikið með allflestum þekktari tónlistarmönnum landsins og spilað á tónlistarhátíðum um heim allan. Auk þess að vera afkastamikill sem hljóðfæraleikari á margvísleg hljóðfæri, píanóleikari, tónskáld, útsetjari og upptökumaður fyrir fjölda tónlistamanna hefur hann einnig unnið náið með sviðslistarfólki, myndlistarmönnum, fyrir leikhús, við útvarpsleikrit og sjónvarpsverk.

Hann stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist vorið 2001. Fyrsta sólóplöta hans, Rask, kom út árið 2002.

Hann hefur m.a. unnið með tónlistarmönnum á borð við Mugison, FLÍS, Megas, Skúla Sverrisson, Tómas R . Einarsson, Samúel J . Samúelsson, Jóel Pálsson og ADHD, Memfismafíuna og Hjálma.

Hann hefur unnið mikið með Ragnari Kjartanssyni, en saman sköpuðu þeir tónlistar- og myndbandsverkin „The End“ (framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2009) og „Guð“, en Davíð samdi og útsetti tónlistina og flutti, ásamt Ragnari. Davíð stjórnaði hljómsveit og söngvurum í verkinu „BLiSS“ eftir Ragnar, þar sem fluttur var 3 mínútna bútur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í 12 klst. samfleytt á PERFORMA listahátíðinni í New York í nóvember 2011. Verkið vann McLaren verðlaunin sem besta verk hátíðarinnar.

Davíð hefur gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda leiksýninga, Nashyrningana, Tengdó, Hrærivélina, söngleikinn Leg sem hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestu tónlist árið 2007, Baðstofuna, Héra Hérason, Manntafl. Davíð hefur einnig tónsett útvarpsleikrit og sjónvarpsverk af ýmsu tagi. Hann samdi tónlist fyrir dansverkin Where do we go from this, Confessions of an amnesiac og Wonderland sem öll hafa verið sýnd á fjölum Borgarleikhússins.
Hann sá um tónlistarflutning í Þetta er allt að koma og tónlistarstjórn og útsetningar í Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu.

Davíð Þór hefur hlotið margvísleg verðlaun, til dæmis Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin. Tónlist hans úr kvikmyndinni Hross í Oss hefur verið verðlaunuð á kvikmyndahátíðum í Evrópu. Hann var bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2017.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími