/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Carin Pollak

/

Carin Pollak skrifaði handrit söngleiksins Sem á himni ásamt eiginmanni sínum Kay Pollak, og er jafnframt höfundur söngtexta ásamt Fredrik Kempe. Hún skrifaði jafnframt handrit kvikmyndarinnar Så som i Himmelen (Sem á himni) sem söngleikurinn er byggður á, ásamt fleirum, og var fyrir það tilnefnd til sænsku kvikmyndaverðlaunanna Gullbjöllunnar árið 2005. Carin og Kay skrifuðu einnig handrit framhalds kvikmyndarinnar, Så ock på Jorden, en Carin samdi einnig söngtexta fyrir þá mynd. Hún samdi librettó barnaóperunnar De som kom över havet sem var frumsýnd árið 2021. Áður starfaði hún sem blaðamaður og ritstjóri.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími