/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Baldur Trausti Hreinsson

Leikari
/

Baldur Trausti Hreinsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1997. Hann hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá sjálfstæðum leikhópum og í kvikmyndum. Hann leikur í Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal verkefna hans hér eru Ást og upplýsingar, Ör, Engillinn, Þitt eigið leikrit – Goðsaga, Konan við 1000°, Englar alheimsins, Svanir skilja ekki, Eldraunin, Anna Karenina, Veislan og Meiri gauragangur. Hann lék í Bláa herberginu, Kysstu mig Kata og Djöflunum í Borgarleikhúsinu, og í Evítu og Fífli í hófi í Íslensku óperunni. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi og sjónvarpsþáttaröðunum Ófærð III, Systraböndum, Ráðherranum og Hamrinum.

 

Meira um feril:

Baldur Trausti Hreinsson hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá sjálfstæðum leikhópum og í kvikmyndum. Baldur lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1997.

Meðal nýlegra verkefna hans hér í Þjóðleikhúsinu eru Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Engillinn, Útsending, Ronju ræningjadóttir, Svartalogn, Slá í gegn, Þitt eigið leikrit – Goðsaga, Loddarinn, Óvinur fólksins, Fjarskaland, Hafið, Álfahöllin, Horft frá brúnni, Húsið, Í hjarta Hróa hattar, Sporvagninn Girnd, Hleyptu þeim rétta inn, Konan við 1000°, Sjálfstætt fólk – hetjusaga, Englar alheimsins, Þingkonurnar, Svanir skilja ekki, Eldraunin, Dýrin í Hálsaskógi, Tveggja þjónn, Fyrirheitna landið, Svartur hundur prestsins, Litla skrímslið og stóra skrímslið, Vesalingarnir, Sögustund, Lér konungur, Allir synir mínir, Oliver, Frida… viva la vida, Kardemommubærinn, Sumarljós, Macbeth, Vígaguðinn, Konan áður, Gott kvöld og Sitji guðs englar.

Meðal annarra hlutverka hans hér eru Ormur í Meiri gauragangi, Sigurjón í Solveigu, Benny í RENT, Íngólfur Arnarsson Jónsson í Bjarti og bóksali í Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki, Trofímov í Kirsuberjagarðinum, yngri bróðirinn í Já, hamingjan, Dominic Tyghe í Vilja Emmu, Vronskí greifi í Önnu Kareninu, Lambi í Strompleiknum, Haraldur í söngleiknum Með fullri reisn, Lars í Veislunni og Katbæingur í Ríkarði þriðja. Hann lék Pétur Niles í Sorgin klæðir Elektru, René, Raymond Asso og Charles Dumont í Edith Piaf, elskhugann í Norðri, Karþag Kilbride í Mýrarljósi, Franz Overbeck og fleiri hlutverk í Dínamíti, ýmis hlutverk í Halldóri í Hollywood, þjóf í Túskildingsóperunni og ýmis hlutverk í Virkjuninni.

Baldur Trausti lék í Grease, Bláa herberginu, Kysstu mig Kata og Djöflunum í Borgarleikhúsinu, auk þess sem hann lék í Evítu og Fífli í hófi sem sýnd voru í Íslensku óperunni.

Baldur hefur farið með aðalhlutverk í kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími