/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Auður Ava Ólafsdóttir

Höfundur
/

Auður Ava Ólafsdóttir hefur samið skáldsögur, leikrit og ljóð og er textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit hennar Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Svanir skilja ekki og Svartur hundur prestsins. Leikritið Ekki hætta að anda var sýnt í Borgarleikhúsinu og Lán til góðverka var flutt í Útvarpsleikhúsinu. Hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Ör, Prix littéraire des jeunes Européens fyrir skáldsöguna Undantekninguna og frönsku bókmenntaverðlaunin Prix Médicis étranger fyrir skáldsöguna Ungfrú Ísland. Auður Ava Ólafsdóttir þýddi leikrit Caryl Churchill Ást og upplýsingar sem Þjóðleikhúsið sýndi.

 

Meira um feril:

Auður Ava hefur skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og er textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale.

Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.
Auður Ava hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Ör, Prix littéraire des jeunes Européens fyrir skáldsöguna Undantekninguna og frönsku bókmenntaverðlaunin Prix Médicis étranger fyrir skáldsöguna Ungfrú Ísland.

Skáldsögur
Dýralíf (Benedikt, 2020)
Ungfrú Ísland (Benedikt, 2018)
Ör (Benedikt, 2016)
Undantekningin (Bjartur, 2012)
Afleggjarinn (Salka, 2007)
Rigning í nóvember (Salka, 2004)
Upphækkuð jörð (Mál og menning, 1998)

Leikrit
Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) , (Þjóðleikhúsið 2019)
Ekki hætta að anda (Borgarleikhúsið, 2015)
Svanir skilja ekki (Þjóðleikhúsið, 2014)
Lán til góðverka (Útvarpsleikhúsið, 2013)
Svartur hundur prestsins (Þjóðleikhúsið, 2012)

Ljóð
Sálmurinn um glimmer (Salka, 2010)

Dansverk
Milkywhale. Danstónleikar á Reykjavik Dance Festival (Tjarnarbíó 2015)
Vakúm. (Tjarnarbíó, 2018) eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur (danshöfundur), Árna Rúnar Hlöðversson (tónlist) og Auði Övu Ólafsdóttur (texti)

Auður Ava Ólafsdóttir lærði listfræði í París og vann sem listfræðingur og kennari við Háskóla Íslands um árabil auk þess að vera rithöfundur.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími