/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Auðunn Sölvi Hugason

/

Auðunn Sölvi Hugason leikur í Umskiptingi og Sem á himni í Þjóðleikhúsinu.

Auðunn er nemandi í 5. bekk í Setbergsskóla og á fyrsta ári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins. Hann byrjaði ungur að sækja fjölbreytt námskeið í leiklist, söng og dansi og hefur verið heillaður af leikhúsi frá fyrstu sýningu. Lengst af hefur hann verið nemandi í Dansskóla Birnu Björns, bæði í söngleikjadeild og dansi. Hann lék Sigga sítrónu í Mömmu klikk frá 7-9 ára aldurs og var kosinn Leikari ársins á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, árið 2020 fyrir það hlutverk. Hann hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum hjá Krakkarúv, leikið í sjónvarpsseríum, talsett barnaefni og leikið í bíómynd. Auðunn er mjög oft með upptökuvél á lofti og hefur gert fjölda heimagerðra stuttmynda og skemmtiþátta.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími