/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Arndís Hrönn Egilsdóttir

Leikari
/

Arndís Hrönn lærði leiklist og leikhúsfræði í París. Hún hefur starfað sem leikkona á sviði, í sjónvarpi, í útvarpi og kvikmyndum og er ein af forsvarsmanneskjum leikhópsins Sokkabandið.

Meðal sýninga sem Arndís hefur leikið í í Þjóðleikhúsinu má nefna Samþykki eftir Ninu Raine og Engilinn sem var byggð á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar.

En meðal helstu annara sýninga undanfarin ár mætti nefna  Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur,  Bláskjá eftir Tyrfing Tyrfingsson, Dúkkuheimilið eftir Henrik Ibsen og Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í Borgarleikhúsinu. Í Hafnarfjarðarleikhúsinu lék hún m.a. í Gunnlaðarsögu og Mindcamp.

Arndís lék nýverið  eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur.  Hún lék einnig aðalhlutverkið í mynd Gríms Hákonarsonar Héraðinu.  Arndís leikur í Ölmu, nýjustu mynd Kristínar Jóhannesdóttur.  Hún lék í sjónvarpsþáttaröðunum Brot, Föngum og Pressu og í kvikmyndinni Þröstum.

Arndís fékkst við dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið Rás 1 um árabil. Hún var meðal annars umsjónarmaður Víðsjár og hefur gert fjölmarga menningarþætti.

Arndís var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Englinum, Hystory og Gunnlaðarsögu. Hún var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í Héraðinu en var áður tilnefnd fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu og kvikmyndinni Þröstum.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími