/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

April de Angelis

/

April De Angelis er höfundur leikgerðarinnar Framúrskarandi vinkona sem Þjóðleikhúsið sýnir. Leikgerðin var frumflutt hjá Rose Theatre árið 2017 og endurfrumsýnd í Breska þjóðleikhúsinu árið 2019. April De Angelis hefur samið leikrit, leikgerðir, útvarpsleikrit og handrit fyrir sjónvarp. Meðal leikrita hennar eru Extinct (Theatre Royal Stratford East), The Village (Theatre Royal Stratford East), Frankenstein (Royal Exchange Manchester), Jumpy (Royal Court, Duke of York’s Theatre, Melbourne og Sydney), Wild East (Royal Court), A Laughing Matter (Out of Joint í Breska þjóðleikhúsinu), A Warwickshire Testimony (Royal Shakespeare Company), The Positive Hour (Out of Joint í Hampstead Theatre), Playhouse Creatures (Sphinx Theatre Company í Haymarket Theatre, Old Vic Theatre og Chichester Festival Theatre) og The Life and Times of Fanny Hill (The Old Fire Station Oxford og Bristol Old Vic). Hún samdi handrit söngleiksins Gin Craze (Royal Derngate), gerði leikgerð af Wuthering Heights (Birmingham Rep) og samdi librettó óperunnar Flight (Glyndebourne Opera). Meðal verkefna í sjónvarpi er Aristophanes (Channel 4) og meðal handrita fyrir útvarp er leikgerðin Peyton Place (BBC Radio).

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími