/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Anna María Tómasdóttir

Aðstoðarleikstjóri
/

Aðstoðarmaður leikstjóra

Anna María Tómasdóttir er aðstoðarleikstjóri í Kópavogskróniku í Þjóðleikhúsinu 2020-2021.

Anna María útskrifaðist með MFA í leikstjórn vorið 2017 frá The Actors Studio Drama School í New York. Hún lauk BA gráðu árið 2012 frá Listaháskóla Íslands af sviðshöfundabraut.

Anna María er leikstjóri, leikkona, sviðslistakona, kvikmyndagerðarkona, leikmyndahönnuður og búningahönnuður. Síðustu ár hefur Anna María starfað innan sjálfstæðu sviðslistasenunnar, stofnanaleikhúsanna og í íslenskri og erlendri kvikmynda- og dagskrárgerð.

Helstu leikstjórnarverkefni Önnu Maríu eru Sá ljóti eftir Marius Von Mayenburg; ASDS New York, Doubt eftir John Patrick Shanley; ASDS New York, Welcome to the Moon eftir John Patrick Shanley; ASDS New York, Road to Nirvana eftir Arthur Kopit; ASDS New York, Crazy Eights eftir David Lindsey Abaire; ASDS New York. Devised verk í hennar leikstjórn má þar helst nefna: Joan the Japanese Girl; UNFIX FESTIVAL, Ice Cream, Fro Yo and the Murder of John Lennon; Thespis Theatre Festival New York, Þér er boðið; Þjóðleikhúskjallarinn, True love; Íslenska óperan og Margt að ugga, öfugugga; Austubæjarbíó.

Af verkefnum Önnu Maríu í kvikmyndum má nefna: Agnes Joy; skrifta, Kona fer í stríð; listrænn stjórnandi, Héraðið; leikmyndaskreytir, Lof mér að falla; leikmyndaskreytir, Undir trénu; listrænn stjórnandi, Venjulegt fólk; leikmyndahönnuður, Flateyjargáta; skrifta, Þrestir; leikmunir og margt fleira.

Hún var aðstoðarleikstjóri í Atómstöðinni – endurliti í Þjóðleikhúsinu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími