Andri Páll Guðmundsson leikur í Umskiptingi í Þjóðleikhúsinu.
Andri Páll er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á leiklistarbraut og hefur tekið þátt í uppfærslum á fjórum söngleikjum þar, hann lék m.a. titilhlutverkið í Pétri Pan, Murry í Clueless, Manna í Reimt og Kalla í Legi. Hann hóf ungur söng- og leiklistarnám í Sönglist og útskrifaðist þaðan árið 2018. Þaðan fór hann að læra klassískan söng í Tónlistarskóla Kópavogs og hefur lokið grunnprófi.