fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Aðstoðarmaður leikstjóra
/

Andrea hlaut BA gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2016 og BA gráðu frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands 2014.

Síðastliðinn vetur var hún leikstjóri, dramatúrg og meðhöfundur í Velkomin heim, ásamt Köru Hergils, sem leikhópurinn Trigger Warning setti upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Síðustu ár hefur Andrea komið að fjölda uppsetninga í sjálfstæðu sviðslistasenunni sem dramatúrg, sýningarstjóri og flytjandi. Ber þá helst að nefna sýningarnar Hún Pabbi í uppsetningu Trigger Warning í Borgarleikhúsinu, Tími til að segja bless í Tjarnarbíói, My House á Sólvallagötu, barnaleikritið HVÍTT í Listasafni Reykjavíkur, Illska í uppsetningu Óskabarna ógæfunnar í Borgarleikhúsinu og Andaðu í Iðnó. Auk þess hefur hún aðstoðað listamanninn Franko B með vinnustofu í MA námi sviðslistadeildar LHÍ og komið að vinnustofum sem listrænn ráðgjafi. Má þá helst nefna sviðslistavefkefnið Krakkaveldi, vinnustofuna We and Us á Cycle Music and Art Festival í Kópavogi og Saga á Eyrarbakka. Síðastliðin tvö ár hefur Andrea einnig sett upp ýmis örverk undir merkjum sviðslistahópsins Fléttan.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími