Andrea Elín Vilhjálmsdóttir lauk BA-prófi við sviðshöfundabraut LHÍ árið 2016 og BA-prófi við þjóðfræðideild HÍ árið 2014. Hún er sjálfstætt starfandi dramatúrg, aðstoðarleikstjóri og listrænn stjórnandi. Meðal sýninga sem hún hefur starfað við eru Níu líf í Borgarleikhúsinu, Ör í Þjóðleikhúsinu, Velkomin heim með Trigger Warning í Þjóðleikhúsinu og síðar í Útvarpsleikhúsi RÚV, og Hún pabbi með Trigger Warning í Borgarleikhúsinu. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi sviðslistahátíðarinnar Plöntutíð. Í vetur er Andrea verkefnastjóri Eyju með O.N. sviðslistahópnum í Þjóðleikhúsinu og stundakennari við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.
Í vetur er hún dramatúrg í Ástu í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri Eyju með O.N. sviðslistahópnum.
Nánar um feril:
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir er sjálfstætt starfandi dramatúrg, leikstjóri og listrænn stjórnandi. Andrea lauk BA-prófi við sviðshöfundabraut LHÍ árið 2016 og BA-prófi við þjóðfræðideild HÍ árið 2014. Í vetur er hún dramatúrg í Ástu í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri Eyju, verks í vinnslu með O.N. sviðslistahópnum sem mun standa að viðburðaröð á Loftinu í Þjóðleikhúsinu. Meðal sýninga sem Andrea hefur nýlega komið að sem dramatúrg og aðstoðarleikstjóri eru Níu Líf í Borgarleikhúsinu, Ör (eða maðurinn er eina dýrið sem grætur) í Þjóðleikhúsinu og Hún Pabbi í uppsetningu Trigger Warning í samstarfi við Borgarleikhúsið. Andrea var að auki meðhöfundur, dramatúrg og meðleikstjóri að verkinu Velkomin heim sem leikhópurinn Trigger Warning setti upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið og síðar í samstarfi við Útvarpsleikhús RÚV. Andrea er stofnandi og listrænn stjórnandi nýju sviðslistahátíðarinnar Plöntutíð. Síðustu ár hefur hún tekið að sér stundakennslu við LHÍ, flutt erindi á ráðstefnum, komið að vinnustofum sem listrænn ráðgjafi og setið residensíur sem starfandi listamaður.